D-listinn var að kynna aðalmálefni sitt fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öldrunarmálin. Hjúkrunarheimili hér og hjúkrunarheimili þar, úrræði fyrir aldraða og þjónusta.
Mikið er gott að sjá að það sé kominn félagslegur tónn í íhaldið, en þegar betur er að gáð er sá tónn afar holur.
Málefni aldraðra eru nefnilega ekki nema að litlum hluta á forræði sveitarfélaganna, þannig að það sem þeir ætla sér þá líklegast að gera er að lofa upp í ermarnar á ríkisvaldinu og tala svo um vondu framsóknarráðherrana að kosningum loknum ef þeir hlaupa ekki upp til handa og fóta með fjármagn.
Þarna er íhaldinu vel lýst og ekki síður þegar það er að lofa auknum afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara, sem er afsláttur sem er bara aðgengilegur þeim eldri borgurum sem eiga eigið húsnæði. Eftir sitja þeir sem helst þurfa á samhjálp að halda, þeir sem ekki eiga eigið húsnæði og verða að leigja. Hvar eru tillögurnar fyrir þá?