
Svona hljómar röksemdafærsla NFS.
Þetta heldur náttúrulega ekki neinu vatni og er þessi samsæriskenning í anda túlkunar Róberts Marshall á tímasetningum í tengslum við veru okkar Íslendinga á lista hinna staðföstu.
Jafnvel þótt ætlun Bandaríkjamanna hafi verið að loka stöðinni, þátt er alveg á hreinu að þeir þurfa að fara í fjárútlát á þessu ári. Fyrir það fyrsta á fyrst að loka stöðinni í haust og eins er ljóst að það kostar helling að loka stöðinni, auk þess sem það hlýtur að kosta eitthvað að fara í þær aðgerðir sem þeir kalla nútímavæddar varnir.
Þannig að þetta heldur engu vatni og íslensk yfirvöld eiga ekki að taka neitt tillit til þess sem stendur í bandarískum fjárlögum, uppsetning fjárlaganna getur alveg eins verið samningataktík hjá Bandaríkjamönnum. Það eina sem við eigum að taka tillit til er varnarsamningurinn sem er í gildi á milli þjóðanna og sáttmálar NATO.