Gestur Guðjónsson

19 mars 2006

Varnarmálin

Maður hrósar happi yfir því að landsfeðurnir skuli vera jafn traustir og þeir eru. Ef Samfylkingin væri við stjórn er alveg eins líklegt að Ingibjörg Sólrún og Össur fyrrv formaður væru búin að koma sér fyrir á Laufásveginum og senda þeim tóninn í anda Erps Eyvindar, búin að segja upp varnarsamningnum og koma öllu því sem hægt væri að semja um fyrir kattarnef. Það er athygli vert að það sé Össur sem sé í forsvari með formanninum en ekki varaformaðurinn.

Auðvitað hefur ríkisstjórnin ekki verið gefið út að herinn myndi fara, þótt það væri hugsanlega fyrirséð, enda væri þá t.d. ekki hægt að senda það bréf sem Forsætisráðherra sendi forseta Bandaríkjanna, enda boltinn ennþá hjá okkur. Núna er boltinn í Washington, og þurfa þeir að koma með gott útspil til að geta haldið varnarsamningnum, en hann er þeim mikils virði, ótakmarkað aðgengi að lofti, láði og legi, og það á stærsta flugumferðarstjórnarsvæði heimsins.

Í þessu felast heilmörg tækifæri, nú verður að kaupa aukaþyrlur, 2-3, mannaðar íslendingum, þar með væri eðlilegt að staðsetja eina á Akureyri. Slökkviðið á Keflavíkurflugvelli flyst yfir til Íslendinga og vonandi fæst búnaðurinn með, enda afar öflugur búnaður, og alveg ljóst að þessir starfsmenn munu ekki missa vinnuna. Sömuleiðis mun hugsanlega verða hægt að byggja mannvirki með hagkvæmari hætti þar sem ekki þarf að uppfylla hernaðarstaðla, sem eru afar kostnaðarsamir.

Áhugaverðir tímar framundan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home