Gestur Guðjónsson

18 desember 2006

Ísafold

Las grein í nýja tímaritinu Ísafold um daginn. Greinin var auglýst þannig að maður átti von á að þar væri hulunni svipt af illri meðferð á þeim sem þar búa.

Við lestur greinarinnar skein bersýnilega í gegn að starfsfólk Grundar gerir sitt besta til að láta fólki líða vel, en það er greinilegt að þessi "rannsóknarblaðamaður" hefur ekkert í þetta starf að gera, opinberar þvílíka fordóma og vanþekkingu að maður sárvorkennir henni. Lýsir því að mæta til vinnunnar á réttum tíma sem voðalegum píningum og það að þurfa að standa á eigin fótum í vinnunni sem algeru ábyrgðarleysi. Auðvitað þarf að þrífa fólk og ég veit ekki hvernig er hægt að gera það öðruvísi en að snerta það. Ég skil satt best að segja ekkert í Ísafold að vera að birta þetta og þaðan af síður að leyfa blaðamanninum að setja þetta fram í því ljósi, því það er greinilegt að þessi grein er skrifuð með það eitt að markmiði að sverta starfsemina.

Auglýsingarnar á greininni einar hafa sært og skaðað og vonandi ná forráðamenn Grundar fram rétti sínum gagnvart þessari skemmdarverkarstarfsemi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home