Gestur Guðjónsson

06 mars 2006

Áhugaverðir tímar framundan

Árni Magnússon hefur ákveðið að hætta í pólitík. Hvernig hann stóð að þeirri ákvörðun og það ferli allt lýsir honum vel, gengur vasklega til verka á opinn og heiðarlegan hátt. Ég sé virkilega eftir honum og það er mikill fengur fyrir Íslandsbanka að fá slíkan mann um borð.

Siv kemur á ný inn í ríkisstjórnina og er það eðlileg ráðstöfun. Nú reynir aldeilis á hana í þessu erfiða ráðuneyti og í ljós mun koma úr hverju hún er gerð. Ef hún stendur sig vel í því embætti, sem ég hef fulla trú á að hún geri, mun það styrkja stöðu hennar til framtíðar litið.

Guðjón Ólafur kemur inn á þing fyrir Árna og er fengur að því að fá fleiri löglærða menn inn í þingflokkinn. Ég skora á hann og Siv að fallast í faðma og gera okkur þann greiða að vera vinir, enda erum við í sama liði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home