Tony Blair ætlar að verða verndari átaks Breta gegn hvalveiðum Íslendinga. Þetta lítur út fyrir að vera afar göfugt í augum þeirra sem vernda vilja hvalina. En um leið og þessu átaki er hrint af stokkunum er starfsleyfi kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield endurnýjað !
Það er merkileg forgangsröðun að mótmæla nýtingu hvalastofnsins fyrir hádegi meðan að eftir hádegi er starfsemi sem sannarlega ógnar lífríki alls Norður Atlantshafsins heimiluð. Skemmst er að minnast óhappsins sem varð þegar 83.000 lítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni.
Þetta er umhverfishræsni af verstu gerð