Gestur Guðjónsson

06 mars 2007

Maður á aldrei að skipta um password - meðan maður er utan við sig

Hef verið utan bloggheima um hríð, þar sem ég þurfti að uppfæra notendanafnið og setja nýtt leyniorð. Var eitthvað utan við mig og að sjálfsögðu mundi ég ekki leyniorðið þegar ég ætlaði svo inn næst. En það er þó betra en að hafa þetta með þeim hætti að hægt sé að brjótast inn í þessi kerfi, því það væri auðvelt að rýja af manni æruna ef einhver óprúttinn kæmist inn.

Hef annars undanfarið verið að vinna í undirbúningi ályktana fyrir flokksþing Framsóknarmanna sem fór fram um síðustu helgi. Skrópaði aðeins frá feðraorlofinu en það verður að hafa það. Allt fyrir málstaðinn. Þingið tókst vonum framar og ályktanirnar voru samþykktar eftir góðar umræður og góðar breytingar og viðbætur. Við komum til með að koma afar sterk inn í kosningabaráttuna eftir þetta.

Kíkti aðeins inn á heimasíðu VG um daginn. Það var skondið að skoða þá stefnu sem þeir hafa í náttúruverndarmálum. Hún er nánast orðrétt þeirri sem Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu fyrir 2 árum, þar sem meginstefið væri að kortleggja þyrfti alla náttúru Íslands, svo hægt væri að taka ákvarðanir um nýtingu og vernd með upplýstari hætti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home