Gestur Guðjónsson

20 mars 2006

Snarlausn á hjúkrunarheimilaplássavanda

Við boðað brotthvarf hersins af Miðnesheiði skapast vandamál en einnig eru mörg tækifæri fólgin í þessu. Þarna losnar mikið af góðu íbúðarhúsnæði, sem hugsanlega væri hægt að nýta sem hjúkrunarheimili.

Að sjálfsögðu er ekki um allra hentugasta húsnæði sem hugsast getur til þeirrar starfsemi hvað aðgengi og þess háttar varðar, en meðan að Ríkið byggir upp hentugra húsnæði, t.d. í Reykjavík, er gráupplagt að leysa bráðavandann á Miðnesheiði, meðan framtíðarnýting þess svæðis er ákveðin. Spítali er á svæðinu, sem hægt er að nýta í þágu hjúkrunarstarfseminnar, samgöngur góðar og fyrir Reykvíkinga er ekki lengra en 30 mínútur í heimsókn, sem er styttri tími en það tekur að fara ofanúr Breiðholti út á Seltjarnarnes.

Með þessu gefst tóm til að byggja hjúkrunarheimilin í meiri ró.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home