Gestur Guðjónsson

07 febrúar 2007

Ólga í fylgismælingum

Það er áhugavert að sjá hversu mikið ólga er í fylgi flokkanna, ef marka má fylgiskannanir síðustu daga. Helst finnst mér hægt að lesa í þetta, að almenningur er orðinn leiður á stjórnmálum, og þá sérstaklega stjórnmálamönnum. 40% óákveðnir er afar hátt hlutfall, sem hefur hækkað sem nemur þeim sem héldu að þeir væru Frjálslyndir, en hafa áttað sig á hvers konar hjörð það er, sérstaklega eftir að Margrét Sverris gekk úr þeim flokki.

Þetta lýsir sér einnig í því að VG og D hafa meira fylgi en áður, þeir sem aðhyllast einföld trúarbragðastjórnmál til hægri og vinstri gefa sig upp eins og venjulega, en hinir eru einfaldlega ráðvilltir og gefa sig ekki upp, sérstaklega nú, þegar fólki er að verða ljóst að ISG er að opinbera að hún sé ekki hæfur kandidat inn í fangelsið við Lækjartorg.

"það er sama rassgatið undir þeim öllum" - hugsunin er að breiðast út og það er verkefni stjórnmálanna fyrir kosningar að skýra málið út fyrir kjósendum og þeim sem tekst best upp mun farnast best í kosningunum í vor

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home