Það eru gleðileg tíðindi að menntamálaráðherra og Kennarasamband Íslands skuli hafa komist að samkomulagi um að undirbúa betur þann sameiginlega ásetning þeirra að útskrifa nemendur yngri með stúdentspróf.
Nú er lag að vinna vel og tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að nýta grunnskólastigið betur og gera nemendum kleyft að útskrifast ári fyrr úr grunnskólanum, sbr það sem ég hef skrifað áður um samvinnu í skólakerfinu, öflugt grunnskólastarf og styttingu náms til stúdentsprófs. Mun það minnka námsleiða, spara sveitarfélögunum fé og nýta fjármuni og tíma nemenda betur.