Hreyfingarleysi, reykingar og misnotkun áfengis og vímuefna eru stórt heilsufarslegt og félagslegt vandamál um allan heim. Er Ísland engin undantekning þar og þarf að gera enn betur í þeim málaflokki.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera varamaður í áfengis- og vímuvarnaráði og hef tekið þátt í starfi þess sem slíkur. Á þeim vettvangi er mikið og þarft starf unnið en nauðsynlegt er að gera enn betur og er samvinna lykilorðið í því sambandi. Samvinna við að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd einstaklinganna sem þá hafa sterkari bein til að standast ágang þeirra sem ýta undir þennan ófögnuð og sterkari bein til að hjálpa öðrum við að hætta á þeirri braut. Eru foreldrar, ásamt skólum, tómstundaaðilum, borginni, lögreglu og fleiri aðilum lykillinn að árangri á þessum vettvangi. Góð samvinna allra aðila og samstillt vinnubrögð skila bestum árangri og er forgangsatriði að auka hana enn frekar.
Í starfi mínu með ungmennafélags- og íþróttahreyfingunni hef ég lært að meta mannbætandi gildi íþrótta og þarf sífellt að halda áfram á þeirri braut að ýta undir mannbætandi tómstundastarfsemi og hreyfingu fólks á öllum aldri. Er sama hvort sem það er á vettvangi íþrótta, útivistar, á vettvangi listiðkunnar, skáta, KFUM og K, eða hvers annars. Þarna þarf borgin að sýna frumkvæði eins og hún hefur verið að gera, með öflugu starfi ÍTR og góðu neti stuðnings og meðferðarúrræða fyrir þá sem villast af braut.
Sjá grein um æfingaaðstöðu tónlistarmanna
Sjá einnig greinar í tímanum um áfengisauglýsingar og reykingar á veitingastöðum