Gestur Guðjónsson

14 desember 2006

Er réttur barnanna ekki meiri en foreldranna?

Í Hollandi hefur afar áhugavert og hugsanavekjandi mál komið upp.

Ung telpa fannst myrt í bíl móður sinnar. Dánarorsök, hlutur sem hafði verið troðið ofan í háls hennar. Móðirin hefur játað verknaðinn.

Eins og þetta sé ekki nógu sorglegt, en við rannsókn málsins kemur í ljós að hún hefur orðið fyrir miklu líkamlegu ofbeldi um langan tíma, m.a. hefur hún verið handleggsbrotin og ekki fengið að fara til læknis.

Barnarverndaryfirvöld hafa haft móðurina undir eftirliti í mörg ár, en ekki séð ástæðu til að fjarlægja barnið, með vísun í rétt barnsins til að umgangast foreldra sína. Þetta viðhorf er því miður allt of sterkt almennt í barnaverndarmálum, að réttur foreldranna til að umgangast börnin sín virðist vera mikið mun sterkari en réttur barnanna til eðlilegs lífs, þótt fjarri foreldrum væri og því fór sem fór fyrir þessari vesalings stúlku

En það sem er áhugavert við þetta mál er það að nú hefur öll barnaverndarnefndin sem um þetta mál fjallaði verið ákærð fyrir manndráp að gáleysi. Telur ákæruvaldið að með því að ákveða að fjarlægja ekki barnið, þrátt fyrir allar þær viðvörunarbjöllur sem hringt höfðu um langan tíma, hafi nefndin sýnt stórkostlega vanrækslu í starfi og beri því að draga til ábyrgðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home