Gestur Guðjónsson

10 júlí 2006

Vill stjórnarandstaðan atvinnuleysi?

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu eru afar undarleg.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir þær aðgerðir sem farið er í, en um leið eru þær ekki nægjanlega miklar og koma of seint.

Meira en þrír fjórðu útgjalda ríkisns eru laun og stór hluti þess niðurskurðar sem um ræðir hjá ríkinu í þessum aðgerðum er seinkun á fjárfestingum sem fara að hluta til í erlendan kostnað.

Þannig að ef ríkisstjórnin er ekki að gera rétt með því að fresta framkvæmdum, væri eina ráð hennar að draga úr launakostnaði. Það getur bara haft tvennt í för með sér, lækkun á launatöxtum eða uppsagnir á starfsfólki.

Þannig að það sem stjórnarandstaðan er í raun að leggja til með gagnrýni sinni, meðan hún kemur ekki með neinar aðrar raunhæfar tillögur, er að segja upp starfsfólki og koma á atvinnuleysi.Það væri björgulegt, eða hitt þó heldur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home