Ég var að eignast son, sjá www.gestsson.blogspot.com
Það er á svona tímamótum sem maður áttar sig á því hvað maður er heppinn að eiga heima á Íslandi og áttar sig á því hvað maður gerir allt of lítið af því að þakka fyrir það góða sem gert hér á landi.
Börnum er ekki aðeins tryggður réttur til þess að umgangast foreldra sína fyrstu mánuðina, með rétti til foreldraorlofs án tekjumissis, almennt er samþykkt í samfélaginu að bæði kynin eigi að koma að uppeldi barnanna, heldur er okkur boðið upp á heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Manni finnst maður ekki bara eiga rétt á því að börnunum sé haldið á lífi, heldur má ekkert gerast þá verður að rannsaka það, meta og eftir atvikum að laga það og það strax.
Allt er þetta með því besta sem gerist í heimi og gagnrýnin, sem alltaf nóg er af, gengur út á að það sé eitthvað til svipað eða betra einhversstaðar annarsstaðar. Þá er alltaf miðað við það besta í heimi. Þetta eru merki um að þrátt fyrir miklar breytingar á síðustu áratugum er íslenska samfélagið ennþá heilbrigt og samkennd þjóðarinnar mikil og náungakærleikurinn þannig að lítil gagnrýni er á það hversu stór hluti samneyslunnar fer í heilbrigðiskerfið.
Ágæti þessa kerfis í heild sinni, sem eru jú sameiginleg viðbrögð okkar við breyttum atvinnuháttum og fjölskylduaðstæðum, er helst hægt að sjá í því að náttúruleg fjölgun er á Íslandi, meðan að samfélög í kringum okkur sem hafa lítinn stuðning við foreldra eiga við fækkun að stríða, sem er raunverulegt vandamál og ógn við samfélagsgerðina.
Takk. Ég er heppinn og er orðinn enn ríkari....