Það er ekki oft sem maður er hrifinn af því sem stendur í vefþjóðviljanum, vefriti frjálshyggjumanna, en eftirfarandi er afar vel orðað.
"Fagmennska er heróp tímans. Nú skiptir ekki svo miklu máli hvort ákvörðun er rétt - en hamingjan hjálpi okkur ef hún var ekki tekin eftir öllum kúnstarinnar reglum. Sjaldan er spurt hvort ákvörðun sé rétt en oft hvernig hún hafi verið undirbúin."