Gestur Guðjónsson

05 apríl 2006

Sundabraut – auðvitað ytri leið

Í umræðunum um Sundabraut stendur valið milli tveggja meginkosta, annarsvegar innri leiðar, þar sem farið yrði yfir ósa Elliðaár, þeim breytt og tenging yrði við Sæbraut og Reykjanesbraut við Kleppsmýrarveg ytri leiðar. Hins vegar stendur valið um hina svokölluðu ytri leið, sem hábrú eða göng, sem tengdust inn á Sæbraut við Klepp.

Ljóst er að ytri leiðin tengir þessi hverfi frekar við miðbæinn, meðan innri leiðin beinir umferðinni frekar suður Reykjanesbrautina í átt að Smáranum. Ytri leiðinn verður því til þess að miðbærinn ætti að eiga betri möguleika í samkeppni við stóru verslunarmiðstöðvarnar meðan innri leiðin gæti leitt til enn frekari hnignunar miðbæjarins, sem miklum fjármunum hefur verið varið í að verja á undanförnum árum og samstaða hefur verið um að berjast gegn meðal allra flokka.

Innri leiðin tengist við Sæbrautina í byggðu hverfi, þar sem þröngt er um tengimannvirki og gatnamótin eru auk þess afar nærri öðrum stórum gatnamótum, sem eykur líkur á slysum verulega, enda ná ökumenn vart að klára ein gatnamót þegar önnur taka við.

Ljóst er að kostnaðarmunur á þessum leiðum er einhver, svo munar nokkrum milljörðum. En í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem huga þarf að á öllum líftíma mannvirkjanna gætu þeir þá ekki verið smáaurar í heildarmyndinni?

Gróft áætlað er fasteignaverð íbúðarhúsnæðis í Grafarvogi og nágrannahverfum sem tengjast á þann hátt miðbænum um 100 milljarðar króna. Íbúðarhúsnæði í miðbænum og verslunarhúsnæði er af svipaðri stærðargráðu hið minnsta. Breytingar á húsnæðisverði vegna þessarar ákvörðunar þarf því ekki að vera nema örfá prósent til að greiða þennan mismun og er ljóst að um mun minni hækkun yrði að ræða ef innri leiðin yrði valin. Auk þess sem kostir ytri leiðarinnar gagnvart núverandi byggð eru ótvíræðir, eru þeir ekki síður ótvíræður gagnvart þeim hverfum sem eftir er að byggja norðan Elliðavogs og ekki síður Mosfellsbæjar.

Eru þá ótalin þau áhrif sem val ytri leiðarinnar hefur til minnkunnar álags á þegar yfirlestaða Miklubrautina sem færðist á Sæbrautina sem getur auðveldlega tekið við meiri umferð og auðvelt er að breikka án mikils rasks. Þar liggja örugglega margra milljarða hagsmunir einnig.

Er því alveg ljóst að við ytri leiðin er mun hakvæmari þegar allt er tekið með í reikninginn, enda byggingarkostnaður smámunir miðað við rekstrarkostnað mannvirkisins, samgöngukerfisins í heild sinnis og vegfarenda.
Við ákvarðanatökuna þurfa því að liggja fyrir tölur um heildaráhrif á húsnæðisverð, áhrif á þarfir á öðrum umferðarmannvirkjum, slysatíðni, byggingarkostnaður mannvirkis, tími ökumanna, eldsneytiskostnaður, umferðarflæði og áhrif á skipulag og framtíðar byggingarlönd. Á grundvelli þess og þess einvörðungu eiga menn að taka ákvörðun. Kostnaður mannvirkisins sjálfs verða smámunir í því sambandi.
Annars haga menn sér eins og maðurinn sem aðspurður var að höggva stein, meðan að hann hefði átt að átta sig á því að hann væri að byggja hús.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home