Gestur Guðjónsson

26 febrúar 2006

Það sem má og það sem ekki má - þótt það sé satt

Nýlega var birt niðurstaða könnunar á því hvaða kona væri kynþokkafyllsta kona landsins. Mér er í sjálfu sér slétt sama um niðurstöðuna, en að sá karakter sem lenti í 8. sæti skyldi vera þar og að viðkomandi fjölmiðill skuli ekki sjá sóma sinn í að birta ekki þá niðurstöðu er vítavert. Í 8. sæti lenti nefnilega Solla stirða. Þeir sem kosið hafa Sollu stirðu sem kynþokkafyllstu konu landsins hljóta að vera eitthvað skrítnir í hausnum, en að fjölmiðillinn skuli hafa birt það og ýja þar með að því að hún skuli vera kynvera er fyrir neðan allar hellur. Þetta má einfaldlega ekki, þótt tjáningarfrelsið og allt slíkt heimili það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home