Gestur Guðjónsson

20 febrúar 2006

Lóðaverð í Úlfarsfelli

Nú er búið að opna tilboð í lóðir í fyrsta svæðið í Úlfarsárdalnum.

Verðin eru afar há, sem segir okkur tvennt. Skipulagið virðist annars vegar falla mönnum vel í geð sem gerir lóðirnar eftirsóknarverðar. Hins vegar er greinilegt af verðinu að það þarf að bjóða fleiri lóðir út hið fyrsta. Markaðurinn er greinilega sveltur.

Gera þarf áætlun um hvenær næstu áfangar verða boðnir út og flýta því eftir föngum.

Aftur á móti verður að blása á þær tillögur að draga eigi um umsóknir eða að úthluta eigi samkvæmt einhverju matskerfi, það felur í sér mun meira óréttlæti en þessi aðferð, en hugsanlega má hugsa sér að setja eigi inn ákvæði um að einungis megi veita eina einbýlishúsalóð á hvern einstakling, þótt auðvelt sé að fara í kringum það með kennitölusöfnun.

Vonandi fer þessi maður ekki á húrrandi hausinn með þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home