Gestur Guðjónsson

02 febrúar 2006

Kæri lesandi

Velkominn á heimasíðu mína, sem sett er upp í tengslum við framboð mitt í 3. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.

Á síðunni er að finna upplýsingar um mig; menntun mína, reynslu, áherslumál og prófkjörið sjálft. Einnig getur þú litið á greinar sem ég hef skrifað á pólitískum vettvangi í gegnum tíðina með því að fara í eldri færslur eða á www.timinn.is.

Ég hvet þig til að taka þátt í prófkjörinu þann 28. janúar og setja mig í 3. sætið. Allir borgarbúar og félagar í framsóknarfélögunum í Reykjavík hafa kosningarétt og mikilvægt að vel takist til við val á framboðslistann.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir getur þú sent mér tölvupóst á póstfangið gestur@timinn.is eða skrifað athugasemd við þá grein sem við á og ég mun svara eins fljótt og auðið er.

4 Comments:

At 17 janúar, 2006 08:34, Blogger Salvor said...

Sæll Gestur, gaman að sjá að þú hefur sett upp blogg í blogger fyrir prófkjörsbaráttuna. Það er ákaflega gott verkfæri, ekki síst í grasrótarstarfi. Ég hef notað blogger sem bloggverkfæri í mörg ár. Það er gott að geta bent á bloggið þitt sem dæmi um að fólk getur alveg haft íslenskt lén sem vísar á blogspot. En ég held líka að þú sért þannig eini frambjóðandinn sem ég hef séð hingað til sem er með "site feed" sem maður getur lesið í fréttalesara. Öll blogger blogg eru sjálfkrafa þannig og þinn straumur er http://gesturgudjonsson.blogspot.com/atom.xml það verður miklu auðveldara að fylgjast með þjóðmálaumræðunni á vefnum þegar maður getur bara gerst áskrifandi að skrifum.

 
At 17 janúar, 2006 08:46, Blogger Salvor said...

Aðalerindið mitt á bloggið þitt var að benda þér á ef þú hefur ekki séð það þegar að mér sýndist Fréttablaðið ruglast á ykkur Gestunum í framboðinu og birta vitlausa mynd þ.e. mynd af Gesti Kr. Gestssyni sem mér vitanlega hefur ekki umhverfismál á sinni stefnuskrá.

Mér fannst reyndar mjög sniðugt í Fréttablaðsgreininni að tala um "hægri græn" og ég held bara að ég geti alveg skilgreint sjálfa mig sem slíka. Umhverfismál og mannréttindamál eru að mínu mati ein brýnustu vandamál heimsins og það er fengur að því að fólk með áhuga og sérþekkingu á þessu sviði sé í forustuliði Framsóknarflokksins. Það getur alveg farið saman að vera flokkur skynsemis og samvinnuhugsjóna og umhverfisverndar.

bestu kveðjur
Salvör Gissurardóttir
félagsmaður í Framsóknarfélaginu í Reykjavík Norður

 
At 17 janúar, 2006 12:02, Blogger Gestur Guðjónsson said...

Sæl Salvör. Gaman að heyra í þér. Þessi blessaði nútími og nútímatækni gerir það einmitt að verkum að maður þarf ekki stórkostlegt batterý til að koma skilaboðum á framfæri, þannig að nú skiptir innihald þess sem skrifað er að skipta meira máli en það fjármagn sem notað er til dreifingarinnar.

Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér með það að okkur Framsóknarmönnum hefur sviðið illilega undan þessum stimpli sem á okkur hefur verið settur í umhverfismálum.

 
At 23 janúar, 2006 09:29, Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður og sæll Gestur.

Það er gaman að sjá að þú ert kominn í framboð. Ef ég væri Reykvíkingur þá myndi ég hiklaust styðja þig. Gangi þér vel!

Kveðja,
Ragnar Geir Brynjólfsson
Selfossi.

 

Skrifa ummæli

<< Home