Velkominn á heimasíðu mína, sem sett er upp í tengslum við framboð mitt í 3. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.
Á síðunni er að finna upplýsingar um mig; menntun mína, reynslu, áherslumál og prófkjörið sjálft. Einnig getur þú litið á greinar sem ég hef skrifað á pólitískum vettvangi í gegnum tíðina með því að fara í eldri færslur eða á www.timinn.is.
Ég hvet þig til að taka þátt í prófkjörinu þann 28. janúar og setja mig í 3. sætið. Allir borgarbúar og félagar í framsóknarfélögunum í Reykjavík hafa kosningarétt og mikilvægt að vel takist til við val á framboðslistann.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir getur þú sent mér tölvupóst á póstfangið gestur@timinn.is eða skrifað athugasemd við þá grein sem við á og ég mun svara eins fljótt og auðið er.