Sá sem hefði haldið því fram að Engeyjarættin ætti eftir að kaupa Olíufélagið Esso fyrir nokkrum árum hefði líklegast verið sendur beinustu leið til innlagnar í húsinu inn við Sundin blá. En í morgun var samt sem áður tilkynnt að Esso, ásamt öllum eignum þess, þám eignarhlutur þess í Olíudreifingu þar sem ég vinn hefði verið selt þessum aðilum.
Nú vantar bara að þeir kaupi Iceland Express og þá eru þeir komnir í sína gömlu starfsemi, rekstur lággjaldaflugfélags og olíufélags.
Svona fara hlutirnir í hring.