Gestur Guðjónsson

06 febrúar 2006

Anna hættir við

Það eru mér vonbrigði að Anna Kristinsdóttir sé búin að gefa út yfirlýsingu um að hún ætli ekki að taka 2. sætinu á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hún er öflugur, reyndur, góður og gegn framsóknarmaður sem ég sé virkilega eftir af vettvangi borgarmálanna.

Ég vona að hún endurskoði ákvörðun sína. Geri hún það ekki, geri ég ráð fyrir og hlakka til að hún komi öflug inn í starfið aftur. Vonandi verður það sem fyrst.

Gangi þér vel í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur Anna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home