Gestur Guðjónsson

27 janúar 2006

Sigurjón úr stólnum galar

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins taldi ástæðu til að koma í pontu og úthrópa prófkjörsbaráttu okkar framsóknarmanna í Reykjavík sem einhverja þá dýrustu sem um getur, hún eigi sér ekki fordæmi í Íslandssögunni og spyr hvaðan peningarnir komi. Honum líkt.

Mér sýnist af þeim upplýsingum sem ég hef, að prófkjörsbarátta allra frambjóðendanna samanlagt sé lægri ef ekki mun lægri en prófkjörsbarátta hvors forystukandidata íhaldsins í borginni fyrir sig. Ég er að eyða að hámarki 150 þúsund í baráttuna, aðrir meira, fyrir utan vinnu mína og vina minna sem er mikil og ómetanleg. Sú athygli sem við erum að fá fyrir það fé sem sett er í baráttuna og gremur Sigurjón greinilega sýnir svart á hvítu að framsóknarmenn kunna að sýna ráðdeild í rekstri og er greinilega betur treystandi til að fara með fjármuni en öðrum. Sigurjón þorir kannski ekki að minnast á íhaldið vegna þess að hann ætlar sér að fara þangað innan skamms?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home