Gestur Guðjónsson

22 janúar 2006

Matvælaverð - hlutverk borgarinnar

Mikil umræða er um verðlag á Íslandi og er almennt viðhorf að það sé of hátt. Neytendamál heyra ekki undir sveitarstjórnarmál nema að takmörkuðu leyti, en rétt er þó að spyrja, hvort borgin geti eitthvað gert í þessu máli.

Í skýrslu samkeppnisstofnana Norðurlandanna voru mörg atriði nefnd til sögunnar. Eitt þeirra snýr beint að sveitarfélögunum, en það er að ávallt skuli vera til staðar nægt húsnæði eða lóðir undir verslanir fyrir samkeppnisaðlia, þannig að ef einn aðili á viðkomandi markaðssvæði misnotar markaðsráðandi stöðu, hafi annar aðili möguleika á því að komast inn á svæðið. Bara það að sá möguleiki sé fyrir hendi verður til þess að sá sem fyrir er gætir að sér.

Með því að tryggja þetta hefur borgin amk gert það sem hún getur í þessu máli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home