Félag framsóknarkvenna heldur fund með þátttakendum í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar að vori. Fundurinn verður haldinn í húsi Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, þriðjudaginn 17. janúar nk., kl. 20.00.
Frambjóðendur kynna sig og helstu stefnumál sín í borgarmálum á þrem til fjórum mínútum, en sitja síðan fyrir svörum við spurningum úr sal.