Í Fréttablaðinu var á laugardaginn fjallað um grein sem ég skrifaði hér á heimasíðuna um verndun Þjórsárveranna og er hér neðar á skjánum. Gott mál hjá blaðinu að vekja athygli á góðum málstað, en því miður virðist það gerast sem maður óttaðist, að okkur nöfnunum sem erum að bjóða okkur fram í prófkjörinu er ruglað saman. Greinaskrifin eru nefnilega eignuð Gesti Kr Gestssyni og myndin sem birtist með greininni er einnig af honum. Spurning hvort þeim hafi þótt ég svona óásjálegur?
Fréttablaðið er búið að leiðrétta mistökin núna og er það vel.