Gestur Guðjónsson

04 janúar 2006

DV

Á fundi stjórnar SUF á þriðjudagskvöldið tók ég þátt í að samþykkja sameiginlegt átak margra aðila, þám ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, um mótmæli gegn skrifum DV, sem höfðu svona hrikalegar afleiðingar. Þetta er örugglega ekki í eina skiptið sem DV er meðvirkt í voðaatburðum með umfjöllun sinni um þá sem minna mega sín. Vonandi axla eigendur blaðisins ábyrgð, því ekki virðast ritstjórar blaðsins ætla að gera það.

Hvet alla til að taka þátt í mótmælunum sem eru á slóðinni www.deiglan.com/askorun og sýna þannig hug sinn í verki. Sömuleiðis þurfa auglýsendur og kaupendur blaðsins að hugsa sinn gang.

Var í sjónvarpsviðtali á NFS í dag um málið ásamt fulltrúum VG og UJ. Borgar Þór Einarsson formaður SUS á hrós skilið fyrir frumkvæði sitt.

Í gærkvöldi var hringt í mig og mér boðin frí mánaðaráskrift að blaðinu. Ég átti bara ekki til orð. Vonandi voru þetta eigendur blaðsins að kanna hversu mikil óánægja fólks er, en ekki raunveruleg sölumennska.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home