Gestur Guðjónsson

24 janúar 2006

Drengilega baráttu takk

Forsíða DV í dag var undirlögð umfjöllun um einn frambjóðandann í prófkjörinu, en stuðningsmenn hans munu hafa verið að gera sér glaðan dag í fyrrakvöld. Lögreglan hefur sagt að sér hafi borist ábending um að verið væri að veita unglingum undir aldri áfengi. Auðvitað varð lögreglan við þeirri ábendingu, mætti á staðinn og eftir könnun á staðnum var ekki talin ástæða til að aðhafast neitt. Engu að síður varð þetta að frétt vegna ábendingar eins flokksmanns okkar. Fréttin skaðar viðkomandi frambjóðanda, en ekki síður flokkinn.

Þetta mál verður að vera okkur áminning um að við erum í prófkjöri, sem er keppni, ekki bardagi og verðum við öll að sýna hvort öðru virðingu og viðhafa heiðarleg vinnubrögð og hana nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home