Gestur Guðjónsson

04 janúar 2006

Allt að komast í gang

Nú er prófkjörsbaráttan öll að komast í gang. Auglýsingar frambjóðenda farnar að birtast um alla borg og í öllum blöðum. Þetta er afar ánægjulegt að sjá og vonandi verður þetta til að vekja áhuga sem flestra á prófkjörinu.

Var ánægður að sjá þau ummæli sem formaður Reykjavíkurráðs Framsóknarflokksins, Guðjón Ólafur Jónsson, hefur um framboð mitt í vikulegu mánudagsmeðali sínu á www.hrifla.is. Við Guðjón Ólafur höfum ásamt öðrum unnið saman í málefnastarfi félaganna í Reykjavík undanfarin misseri og hefur það verið ánægjulegt samstarf sem á eftir að skila flokknum miklu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home