Nú við lok framboðsfrests bættist heldur betur í frambjóðendahópinn og á endanum buðu 11 manns sig fram. Er greinilegt að mikil gróska er í Framsóknarflokknum í Reykjavík og verður prófkjörsbaráttan vonandi skemmtileg, jákvæð og málefnaleg. Ég hef fengið afar góð viðbrögð við mínu framboði úr ýmsum áttum og er ég bara brattur varðandi framhaldið. En kálið er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið og eru mörg handtök, símtöl og samtöl eftir.
30 desember 2005
Glæsilegur frambjóðendahópur
2 Comments:
- At 01 janúar, 2006 13:46, said...
-
Það er rétt Gestur að mikil gróska virðist vera í flokknum og þó sumir hafi auðvitað aldrei verið skráðir í flokkinn og séu nú að koma bara til að styðja Önnu þá er það bara hið besta mál. Sundmenn eru líka menn:)
Annars gangi þér allt í haginn og vertu duglegur í þessu. Það kostar ekkert en skiptir mestu máli. - At 01 janúar, 2006 21:55, Gestur Guðjónsson said...
-
Þakka þér kærlega fyrir frómar óskir ónefndi lesandi.
Finnst gott að sjá gott fólk fylkja sér með okkur til að styrkja okkar góða flokk, hvort sem það er synt eða ósynt. Æfði sund sem strákur og varð ekki var við annað en að þar hefði afbragðsfólk upp til hópa.
Það er tilgangur prófkjöra að fá fólk út úr Framsóknarskápnum og opinbera stuðning sinn við flokkinn. Honum og stefnu hans til framdráttar. Það hefur kannski hefur verið vandi flokksins, hversu hlédrægir stuðningsmenn hans hafa verið í að opinbera stuðning sinn, enda stefna flokksins hófsöm og öfgalaus og því ekki fallin til hávaða, en þeim mun frekar fallin til framfara.