Gestur Guðjónsson

30 desember 2005

Framkvæmd prófkjörsins

Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 28. janúar 2006. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa allir félagar í framsóknarfélögunum í Reykjavík ásamt öllum þeim Reykvíkingum sem skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir aðhyllist stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Til að kjósa í prófkjörinu þurfa þátttakendur að hafa náð 18 ára aldri þegar borgarstjórnarkosningarnar fara fram, þann 27. maí 2006.
Utankjörfundarkosning verður á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 milli kl. 09.00 og 17.00 dagana 23. til 27. janúar, og frá kl. 20.00 til 22.00 á miðvikudeginum og fimmtudeginum.

Í prófkjörinu verða valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur. Skilyrði er að í fjórum efstu sætunum skal vera jafnt kynjahlutfall þ.e. 2 karlmenn og 2 konur. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir tvö efstu sætin en leiðbeinandi fyrir næstu fjögur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home