
Niðurgreiðsla lána sem taka þurfti vegna einsetningar grunnskólans og uppbyggingu leikskóla á að vera stöðug og stefna á að því að losa borgarsjóð við allar skuldir á næsta kjörtímabili. Er það vel gerlegt án þess að fara í feluleik rekstrarleigusamninga og alútboða eins og ýmis sveitarfélög hafa freistast til að fara í.
Ábyrgð borgarinnar er mikil í hagstjórninni en meginábyrgðin hlýtur að vera að fara vel með þá fjármuni sem við íbúarnir felum henni í gegnum skatta og aðrar skyldur.
Borgarbúar eiga að mínu mati fyrst og fremst heimtingu á góðri þjónustu frá borginni og hlýtur það að vera forgangsmál umfram allt annað að verða við því. Sýna á ráðdeild í rekstri hverrar einustu einingar borgarinnar, en ekki á að fara í skattalækkanir ef það felur í sér niðurskurð á lögbundinni og sjálfsagðri þjónustu.
Sjá einnig greinar í tímanum um skattkerfið og einstaklingsbundinn persónuafslátt