Í umfjöllun hafa verið undanfarna daga hrikalegir glæpir þar sem svefnlyf eru notuð til að gera konur að auðveldum fórnarlömbum fyrir nauðganir og aðra ófyrirgefanlega glæpi.
Nauðsynlegt er að vara fólk við þessum glæpum og verður að telja myndbirtingu DV í tengslum við umfjöllun um málið eðlilega. En aftur á móti var umfjöllun Kastljóssins þar sem farið var yfir hvaða lyf væri best að nota og hvernig eigi að nota efnin, ekki rétta leiðin.
Þarna fór læknir yfir það hversu auðvelt er fyrir afbrotamenn að fremja þessa glæpi, hvaða lyf á að nota og hvernig áhrifin af þeim eru. Sem sagt kennsla í hvernig eigi að fremja glæpinn. Þetta er umfjöllun ekki ósvipuð og hefur því miður átt sér stað í tengslum við fíkniefni, þar sem ungmennum er kennd notkun efnanna, líklegast í þeim góða tilgangi að ætla að fræða foreldra um hvaða tæki eru notuð svo þeir átti sig á því hvað sé á seyði. Hefur reynslan af því einmitt orðið til þess að auka forvitni ungmenna á þessum málum.
Umfjöllunin á eftir var eðlilegri, enda þar fjallað um hvað fórnarlömbin eigi að gera eftir að glæpurinn hefur átt sér stað, en að kenna fólki að fremja glæp í fjölmiðlum má ekki.
Skamm...